top of page

KOSTIR ULLARVÖRUNNAR OKKAR

Ull er kaldari þegar það er heitt

og heitari þegar það er kalt

Ull er náttúrulegt einangrunarefni sem heldur fólki heitu

á vetrum og kælir á sumrum. Ullartrefjarnar eru þannig

að þegar að kaldara og þurrara loft lendir á þeim að þá sleppur
það síður í gegn og þegar að heitara og rakara loft lendir á ullartrefjunum að þá hleypa trefjarnar því í geng. Þannig virkar ull
sem stillanleg einangrun, eftir því hverjar aðstæður eru á líkamanum og tryggir þannig sem jafnast hitastig líkamans í svefni.
Frábært!

 


Ull er náttúrulega rakadræg
Hún getur haldið allt að 30% af þyngd sinni sem raka.

Ullin andar mjög vel og sleppir þannig auðveldlega út raka. Bómull getur haldið 15% af þyngd sinni sem raka.

 

 

Ull er ólíkleg til að valda ofnæmi
Ullin hjá okkur er það vel hreinsuð að ofnæmisvaldar eru líklega ekki til staðar. Lanolin er það sem veldur oft ofnæmi hjá næmum einstaklingum. Okkar ull er hreinsuð á þann hátt að litlar líkur eru á ofnæmisviðbrögðum.

 

 

Ull vinnur gegn myglumyndun
Eiginleikar ullarinnar að geyma ekki í sér raka gera það að verkum að mygla á erfitt með að myndast. Ullartrefjar veiða ekki í sig myglugró, sem gera myglunni erfitt að myndast í ullarvörum.

 

 

Ull er hrein
Eiginleikar ullartrefja gera það að verkum að rafmagn hleðst ekki upp í henni, þannig að hún dregur þá ekki eins mikið ryk og óhreinindi í sig. Óhreinindi sem koma í ullina liggja á yfirborði ullartrefjanna og þannig er auðveldara að losa sig við óhreinindin. Oft er nóg að slá og hrista til ullina svo að óhreinindin losni úr henni. Ekki þarf að þvo ull eins oft og flest önnur efni.Ullarvörur endast lengi

Tilraunir á rannsóknarstofum sýna að ullartrefjar er hægt að beygja allt að 20000 sinnum áður en þær brotna, sem er 7 sinnum oftar en bómullarhár getur beygst áður en það brotnar. Ull hrindir betur frá sér vatni og er fljótari að þorna.

 

Ull krumpast ekki auðveldlega
Hægt er að teygja ullartrefjar og þær fara auðveldlega til baka í sitt fyrra ástand.

 

Ull er eldtefjandi

Það er erfitt að kveikja í ull, sem gerir það að verkum að hún er öruggari í svefnvöru en flest önnur efni.

 

Ull er endurnýtanleg og sjálfbær

Ullin kemur frá búfénaði sem er rúinn reglulega við bestu aðstæður. Gæði ullar eru betri eftir því sem féinu líður betur.

Þetta tryggir gæða ull frá búfénaði sem lifir við góðar aðstæður. Ull er örugg og ómengandi fyrir umhverfi og mannfólk.

 

Ull er gull!
Við erum að uppgötva ull upp á nýtt og sjáum í dag hversu stórkostlega afurð lömbin okkar eru að gefa. Ullarvörur eru án allra kemískra efna, sem tryggir þér öruggan og góðan svefn. Ull virkar á líkaman á mjög jákvæðan hátt og er líklega það hollasta sem þú getur sofið með í dýnu, kodda og sæng.

bottom of page